Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breytingar á úthlutunarreglum og leiguhækkun á Stúdentagörðum

30.05.2017 16:59

Á fundi stjórnar FS þann 16. apríl síðatliðin voru lagðar fram tillögur að breytingum á úthlutunarreglum, samþykktar af Stúdentaráði HÍ. 
Þær breytingar snúa að forgangi í fjölskylduhúsnæði. Hingað til hefur forgangur í fjölskylduíbúðir miðast við fjölda og aldur barna.
Sá forgangur mun halda sér en við bætist að einstæðir foreldrar og hjón þar sem báðir aðilar eru í fullu námi njóta forgangs umfram umsækjanda sem á maka sem ekki er í námi.

Þá mun leigugrunnur á Stúdentagörðum hækka um 5,3% þann 1. september næstkomandi. Hækkunin er tilkomin vegna aukins rekstrarkostnaðar og hækkunar á gjöldum tengdum hækkun á fasteignamati síðustu ár.

Go back