Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýnemar og nýir stúdentagarðar!

Brátt rennur stundin upp sem nýnemar næsta hausts hafa beðið eftir. Eftir miðnætti 31. maí, þ.e. aðfaranótt miðvikudagsins 1. júní, geta þeir sem stefna á nám við Háskóla Íslands í haust sótt um húsnæði á stúdentagörðum. Við bendum umsækjendur á að opna umsóknina ekki fyrr en 1. júní er brostinn á kl. 00.01, og nýnemahnappur birtist á síðunni.  
 
Þeir sem nú stunda nám við HÍ geta sótt um allt árið um kring og þurfa því ekki að bíða til 1. júní.
 
Í nóvember n.k. munu 102 nýjar íbúðir bætast við þegar 32 paríbúðir og 70 einstaklingsíbúðir verða teknar í notkun á nýjum stúdentagörðum sem nú rísa í Brautarholti.  Garðarnir eru staðsettir á frábærum stað í miðbænum, rétt fyrir ofan Hlemm. Einstaklingsíbúðirnar munu bætast við lista yfir stúdíó í miðbæ og paríbúðirnar við paríbúðarlistann.
 
Byrjað verður að úthluta fyrir haustið í júlí og verður úthlutun lokið seinnipart ágúst. Í kjölfarið hefst úthlutun íbúða á nýju görðunum. 

Á næstunni verðum við með nafnasamkeppni fyrir nýju garðana þar sem auglýst er eftir nafni og veglegir vinningar í boði fyrir þann sem leggur það til. Fylgist með á facebook síðu FS, keppnin verður auglýst síðar!
 
MEIRA

Neyðarnúmer Stúdentagarða

FS er með samning við Securitas um símsvörun neyðarnúmers. Númerið er 853-1000. Hægt er að hringja í númerið þegar ekki er opið hjá Umsjón Fasteigna (mánud. - föstud. kl. 9 - 13) eða á skrifstofu Stúdentagarða (mánud. - föstud. kl. 9 - 16).

 Sá eða sú sem svarar neyðarnúmeri metur í hvert sinn hvort bregðast þurfi strax við erindinu eða hvort það geti beðið. Ef um ótvíræð neyðartilvik er að ræða skal hringt í 112.
  
Einnig bendum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem opinn er allan sólarhringinn fyrir þá sem á þurfa að halda. Náms- og starfsráðgjöf HÍ veitir einnig fjölbreytta þjónustu. Þar er opið virka daga kl. 9 - 12 og 13 - 16. Síminn er 525-4315. 
MEIRA