Beint á efnisyfirlit síðunnar

Neyðarnúmer Stúdentagarða

FS er með samning við Securitas um símsvörun neyðarnúmers. Númerið er 853-1000. Hægt er að hringja í númerið þegar ekki er opið hjá Umsjón Fasteigna (mánud. - föstud. kl. 9 - 13) eða á skrifstofu Stúdentagarða (mánud. - föstud. kl. 9 - 16).

 Sá eða sú sem svarar neyðarnúmeri metur í hvert sinn hvort bregðast þurfi strax við erindinu eða hvort það geti beðið. Ef um ótvíræð neyðartilvik er að ræða skal hringt í 112.
  
Einnig bendum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem opinn er allan sólarhringinn fyrir þá sem á þurfa að halda. Náms- og starfsráðgjöf HÍ veitir einnig fjölbreytta þjónustu. Þar er opið virka daga kl. 9 - 12 og 13 - 16. Síminn er 525-4315. 
MEIRA

Leigugrunnur hækkar

Þann 1. september nk. hækkar leigugrunnur á Stúdentagörðum um 5,3% en hann hefur ekki hækkað í þrjú ár. Hækkunin er tilkomin vegna aukins rekstrarkostnaðar, þá sér í lagi fasteignagjalda, sem eru innheimt af Reykjavíkurborg og hafa hækkað töluvert síðustu ár.
 
Sú breyting verður einnig gerð að leiguverð verður samræmt á almennum herbergjum/íbúðum og herbergjum með aðgengi fyrir fatlaða á Oddagörðum. Þar sem herbergi/íbúðir fyrir fatlaða eru stærri, hafa ófatlaðir sem í þeim búa hingað til greitt hærra verð en fatlaðir almennt verð. Verður leiga á einingum með aðgengi fyrir fatlaða sú sama og á öðru sambærilegu húsnæði, hvort sem íbúar eru fatlaðir eða ekki. 
MEIRA