Beint á efnisyfirlit síðunnar

Háskóladagurinn 2017

Næstkomandi laugardag, 4. mars, fer Háskóladagurinn fram. Tilgangur dagsins er að kynna fjölbreytt námsframboð og þjónustu við stúdenta.
Á Háskólatorgi verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin og lífið á torginu í litríku ljósi. Gestum og gangandi býðst að spjalla við þá ótal mörgu aðila sem starfa innan háskólasamfélagsins.

Félagsstofnun stúdenta verður á Háskólatorgi og býður alla velkomna sem vilja kynna sér þjónustu okkar. Þar má  meðal annars nefna Stúdentagarða, Leikskóla stúdenta og Bóksölu stúdenta.
Við verðum að sjálfsögðu með opið í Hámu, Stúdentakjallaranum og í Bóksölu stúdenta/Bókakaffi.
MEIRA

Rúm 98% íbúa á Stúdentagörðum mæla með búsetunni

Árleg þjónustukönnun Stúdentagarða var send út í október til allra íbúanna okkar. Rúm 98% svarenda mæla með því að búa á Stúdentagörðum. Samkvæmt niðurstöðum er leiguverð og staðsetning það besta við að búa á Stúdentagörðum, en þessir tveir þættir auk aðstöðunnar á görðunum eru helstu áhrifaþættir í þeirri ákvörðun stúdenta um að sækja um á Stúdentagörðum. 

Allar ábendingar sem komu fram í könnuninni eru teknar til athugunar og verður unnið markvisst að úrbótum á næstu vikum og mánuðum. Nánari upplýsingum um niðurstöður könnunarinnar verður miðlað til íbúa Stúdentagarða. 

Takk fyrir þátttökuna!

The Student Housing services survey was sent out in October. Just over 98% recommend living in Student housing.According to the results of the survey service, the rental price and the location are the best things of living in Student housing, but these two factors as well as the facilities are the main determinants in the decision of applying for Student housing.

We will work efficiently towards improving Student housing and the services in the coming weeks and months.

Thank you for your participation!

MEIRA