Háskóladagurinn 2017

Háskóladagurinn 2017

Næstkomandi laugardag, 4. mars, fer Háskóladagurinn fram. Tilgangur dagsins er að kynna fjölbreytt námsframboð og þjónustu við stúdenta.
Á Háskólatorgi verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin og lífið á torginu í litríku ljósi. Gestum og gangandi býðst að spjalla við þá ótal mörgu aðila sem starfa innan háskólasamfélagsins.

Félagsstofnun stúdenta verður á Háskólatorgi og býður alla velkomna sem vilja kynna sér þjónustu okkar. Þar má  meðal annars nefna Stúdentagarða, Leikskóla stúdenta og Bóksölu stúdenta.
Við verðum að sjálfsögðu með opið í Hámu, Stúdentakjallaranum og í Bóksölu stúdenta/Bókakaffi.