Skjólgarður: nýr garður í Brautarholti 7

Skjólgarður: nýr garður í Brautarholti 7

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að nafn hefur verið valið á nýju garðana okkar í Brautarholti 7!

Á dögunum efndum við til nafnasamkeppni og bárust um 460 tillögur. Nafnið sem varð fyrir valinu þótti fallegt og lýsandi fyrir væntingarnar sem við höfum til nýja garðsins.

Nafnið er Skjólgarður!

Við þökkum öllum sem sendu tillögur og höfum við samband við vinningshafann (Svölu J.) sem var dreginn út, því fleiri en ein tillaga barst um nafnið. Fleiri munu einnig hljóta glaðning fyrir þátttökuna, alls 10 manns.

Og þá er komið að því að úthluta! Við hefjumst handa á morgun, þriðjudag (18. okt)