Nýnemar og nýir stúdentagarðar!

Nýnemar og nýir stúdentagarðar!

Brátt rennur stundin upp sem nýnemar næsta hausts hafa beðið eftir. Eftir miðnætti 31. maí, þ.e. aðfaranótt miðvikudagsins 1. júní, geta þeir sem stefna á nám við Háskóla Íslands í haust sótt um húsnæði á stúdentagörðum. Við bendum umsækjendur á að opna umsóknina ekki fyrr en 1. júní er brostinn á kl. 00.01, og nýnemahnappur birtist á síðunni.  
 
Þeir sem nú stunda nám við HÍ geta sótt um allt árið um kring og þurfa því ekki að bíða til 1. júní.
 
Í nóvember n.k. munu 102 nýjar íbúðir bætast við þegar 32 paríbúðir og 70 einstaklingsíbúðir verða teknar í notkun á nýjum stúdentagörðum sem nú rísa í Brautarholti.  Garðarnir eru staðsettir á frábærum stað í miðbænum, rétt fyrir ofan Hlemm. Einstaklingsíbúðirnar munu bætast við lista yfir stúdíó í miðbæ og paríbúðirnar við paríbúðarlistann.
 
Byrjað verður að úthluta fyrir haustið í júlí og verður úthlutun lokið seinnipart ágúst. Í kjölfarið hefst úthlutun íbúða á nýju görðunum. 

Á næstunni verðum við með nafnasamkeppni fyrir nýju garðana þar sem auglýst er eftir nafni og veglegir vinningar í boði fyrir þann sem leggur það til. Fylgist með á facebook síðu FS, keppnin verður auglýst síðar!