Nýnemar

Nýnemar

Nú styttist í að nýnemar við Háskóla Íslands skólaárið 2016-2017 geti sótt um á Stúdentagörðum. Nýnemar sem hefja nám að hausti geta sótt um frá og með 1. júní. Nýnemar að vori, frá og með 1. október. Við leggjum áherslu á að umsækjendur kynni sér vel bæði leiðbeiningar sem fylgja umsókn sem og úthlutunarreglur FS.

Hafið endilega samband eða komið við á skrifstofu FS til að fá leiðsögn varðandi umsókn og/eða val á húsnæði. Farið verður yfir umsóknir júní mánaðar í júlí og svo koll af kolli.