Umsóknir Júní 2015

Umsóknir Júní 2015

Nú fer að koma að yfirferð umsókna júní mánaðar, upplýsingar um skráningu og greiðslu skrásetningargjalds eru sóttar til Nemendaskrár HÍ á morgun, miðvikudag 1. júlí.
Hundruðir umsókna bárust okkur í mánuðinum og því mun taka nokkra daga að fara yfir þær.

Meðfram þeirri vinnu stendur yfir vinna við útskrifta- og einingamál ásamt endurnýjun leigusamninga íbúa sem ætla sér að búa áfram á Stúdentagörðum.
Þau verk leiða svo til þess að upplýsingar liggja fyrir um hve margar einingar eru að koma inn í ágústmánuði.

Við úthlutum allan ársins hring en sú stóra fer fram seinnihluta júlímánaðar og stendur yfir fram í september. Því minnum við alla á að staðfesta umsókn sína um hver mánaðarmót (1-5. hvers mánaðar).