Einingayfirlit á Stúdentagörðum

Einingayfirlit á Stúdentagörðum

Þessa dagana er unnið að yfirferð einingafjölda íbúa á Stúdentagörðum, en íbúar þurfa að skila inn ákveðnum einingafjölda að loknu hverju misseri.
Þeir íbúar sem ekki hafa lokið tilskildum einingafjölda hafa fengið bréf þess efnis.

Mikilvægt er að þeir aðilar fylgi upplýsingum í bréfinu svo að hægt sé að vinna þessi mál, jafnt og þétt.

Við bendum svo á, að umsóknir sem bárust um húsnæði nú í janúar eru yfirfarnar í febrúar.