Umsóknir nýnema fyrir vorönn 2015

Umsóknir nýnema fyrir vorönn 2015

Stúdentagarðar vilja vekja athygli á því að 1. október nk. verður opnað fyrir umsóknir um íbúðir frá nemendum sem eru að hefja nám við Háskóla Íslands á vormisseri 2015. Umsóknum sem berast fyrir þann tíma verður hafnað.

Umsóknir eru sendar inn rafrænt í gegnum www.studentagardar.is en mikilvægt er að muna eftir að haka í hnappinn "nýnemi" sem birtist eftir miðnótt þann 1. október. Ef umsókn er opnuð fyrir miðnætti sér umsækjandi ekki umræddan hnapp.

Einnig viljum við árétta að ofangreint tekur ekki til þeirra sem eru núverandi nemendur við Háskóla Íslands heldur geta þeir sótt um hvenær sem er árs.

Kveðja,

Starfsfólk Stúdentagarða.