Háskóladagurinn 2014

Háskóladagurinn 2014

Laugardaginn 1. mars er opið hús í Háskóla Íslands.

HÍ býður landsmönnum á öllum aldri í heimsókn þar sem í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi.

Félagssstofun Stúdenta verður á Háskólatorgi og býður alla velkomna sem vilja kynna sér þjónustu okkar. Þar má nefna Stúdentagarða, Leikskóla Stúdenta, Bóksölu Stúdenta og margt fleira.