Framlenging leigusamninga fyrir skólaárið 2013-2014

Framlenging leigusamninga fyrir skólaárið 2013-2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á framlengingu á leigusamningi fyrir skólaárið 2013-2014. Líkt og í fyrra verða leigusamningar framlengdir með rafrænum hætti, eftir vormisseri, þegar einingaskil og námsframvinda liggur fyrir.

Íbúar eru vinsamlega beðnir um að skrá sig inn á mínar síður, velja framhaldsleiga og haka við hvort hvort óskað er eftir endurnýjun eða ekki.

Upplýsingar um hvort íbúar óska eftir endurnýjun samnings fyrir næsta skólaár eða ekki þurfa að liggja fyrir þann 2. maí n.k.