Áframhaldandi uppbygging á Stúdentagörðum

Áframhaldandi uppbygging á Stúdentagörðum

Þann 30. desember s.l. voru opnuð tilboð í nýja stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta við 
Sæmundargötu á Vísindagarðareit. Um er að ræða fjögur hús með tæplega 300 íbúðum fyrir pör og einstaklinga, alls um 12.000 m2, sem rísa munu á reitnum milli Oddagötu, Sturlugötu og Eggertsgötu.


Að undangengnu forvali voru fjórir aðilar valdir til að taka þátt í alútboði en Hornsteinar arkitektar og Sveinbjörn Sigurðsson ehf áttu vinningstillöguna.