Námsframvinda

Námsframvinda

Samkvæmt úthlutunarreglum Stúdentagarða þurfa íbúar að skila a.m.k. 40 ECTS á skólaárinu (haust- og vormisseri samanlagt) þar af a.m.k. 18 ECTS á haustmisseri til að hafa rétt á áframhaldandi leigusamningi. Eftir haust og vorpróf skoðar skrifstofa Stúdentagarða einingastöðu íbúa og athugar hvort viðkomandi uppfylli tilskilin einingarfjölda. Íbúum er bent á að lesa úthlutunarreglur á heimasíðu Stúdentagarða undir umsókn, reglur.