Ekki hylja glugga með svörtu plasti eða slíku

Ekki hylja glugga með svörtu plasti eða slíku

Af gefnu tilefni viljum við benda íbúum á að ekki má nota svarta plastpoka eða annað þess háttar til að byrgja glugga á íbúðum ykkar.


Í sólskini myndast mikill hitamismunur í glerinu og algengt er að rúður springi í gluggum sem eru huldir svörtu plasti.


Íbúar sem að þetta gerist hjá verða gerðir ábyrgir fyrir þeim kostnaði, sem hlýst af því að skipta þarf um gler.