Úrskurðarnefnd er skipuð þremur fulltrúum, einum frá Stúdentagörðum, einum frá Stúdentaráði Háskóla Íslands og einum frá Náms- og starfsráðgjöf HÍ. Nefndin skal skera úr um í öllum málum sem berast varðandi umsóknir, einingar og úthlutanir og er niðurstaða nefndarinnar endanleg. Farið er með umsóknir og upplýsingar sem þeim fylgja sem trúnaðarmál og hvílir þagnarskylda á starfsmönnum Stúdentagarða og úrskurðarnefnd. Umsækjendur gefa Stúdentagörðum leyfi til að sannreyna þær upplýsingar sem látið er í té og leyfi til að geyma allar upplýsingar sem verða til í samskiptum í búsetu á Stúdentagörðum. Undanþágubeiðnir skulu sendast á netfangið urskurdarnefnd [hjá] fs.is.
Þegar sótt er um undanþágu frá úthlutunarreglum Stúdentagarða
þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja með:
- Fullt nafn
- Kennitala
- Netfang
- Fjöldi skráðra / skilaðra einingar á haustmisseri (eftir því hvort misserið er liðið eða ekki)
- Fjöldi skráðra / skilaðra eininga á vormisseri (eftir því hvort misserið er liðið eða ekki)
- Staða í námi (grunn/framhaldsnám) og loknar einingar
- Tegund íbúðar
- Maki? Í námi?
- Ástæða undanþágubeiðni (útskýring í stuttu máli)
- Upplýsingar um hvort þú hafir áður farið fyrir úrskurðarnefnd og hvers vegna
- Önnur fylgigögn til rökstuðnings (s.s. læknisvottorð, vottorð frá sérfræðingi svo sem sálfræðingi, námsráðgjafa o.s.frv.)
Undanþágubeiðni
á að vera í formi:
- Ítarlegs bréfs þar sem þú ferð yfir staðreyndir málsins og óskar eftir undanþágu