Umsókn

Umsókn

Hér sækirðu um húsnæði á Stúdentagörðum

Nýtt: Núna eru laus herbergi með sérbaðherbergi í vinaíbúðum – og allir geta sótt um þau!

Ert þú ekki skráður nemandi í HÍ? Ekkert mál! Þú getur samt sótt um herbergi með sérbaðhergi inn í vinaíbúð með sameiginlegri aðstöðu.

Þú fyllir út formið hér að neðan. Þegar kemur að því að velja skóla verður þú að velja „HÍ“.

Í reitinn „Deild“ skrifar þú „Er ekki í námi“ , „HR“, „Iðnskólinn“ , „Er ekki í námi“ eða hvað sem á við. Sama á við um í reitinn „Námsbraut“.

Hafðu engar áhyggjur af því hvaða upplýsingar þú setur undir „nám hafið“ og „námi lýkur“, það skiptir engu máli 😉

Þú velur íbúðategund „Einstaklingsíbúð“, setur „Herbergi með sameiginlegri aðstöðu“ í fyrsta val og sleppir öðru valinu.

Þá er ekkert eftir en að samþykkja skilmála og senda umsókn!

Núverandi leigusamningar eru gerðir til ágúst 2021. Þú getur óskað eftir framlengingu leigusamnings en hún er háð stöðu á biðlista hverju sinni.

Nemendur í Háskóla Íslands geta sótt um aðrar íbúðategundir en herbergi ef þau óska eftir, við bendum þeim á að lesa yfir úthlutunarreglur Stúdentagarða. Frekar einfalt er að flytja sig á milli leigueininga innan Stúdentagarða, þannig að ef þú flytur t.d. í herbergi með sameiginlegri aðstöðu, getur þú alltaf sótt um flutning í aðra tegund íbúðar óskir þú eftir því.

applicant1
school2
apartement3
spouse5
children5b
skilamalar7
Skilmálar

* Umsækjandi heimilar Stúdentagörðum að sækja upplýsingar um skráningu eða námsframvindu til Háskóla Íslands, eignarstöðu fasteigna til Fasteignaskrár ríkisins, fjölskyldustærð eða barnafjölda til Þjóðskrár og stöðu umsækjanda á vanskilaskrá Lánstrausts hf. Umsækjandi gefur jafnframt leyti til þess að umsókn sé vistuð í kerfi Stúdentagarða en leigusamningar, eintak FS sé til á pappír til 7 ára. https://www.fs.is/is/fs/personuverndarstefna/

* Nauðsynlegt er að fylla út alla stjörnumerkta reiti.