Umsókn

Umsókn

Til að byrja með skaltu lesa leiðbeiningar vegna umsóknar. Umsækjendum er einnig bent á að kynna sér úthlutunarreglur áður en umsóknin er útfyllt, sérstaklega hvernig úthlutun er háttað vegna húsnæðisins sem sótt er um og hver skilyrði eru fyrir búsetu. Fyllið út umsóknina eins nákvæmlega og hægt er. Umsókn getur verið hafnað vegna ónógra upplýsinga. Hver umsækjandi getur einungis átt inni eina umsókn hverju sinni en til að geta lagt inn nýja umsókn þarf fyrst að hætta við fyrri umsókn.

  • Við bendum umsækjendum á að vera vakandi fyrir tölvupósti eftir að umsókn hefur verið send inn og biðjum umsækjendur um að staðfesta eða hafna úthlutun um leið og hún berst. Aðeins er hægt að samþykkja úthlutunarboð innan 48 klst. eftir að það berst. Að 48 klst. liðnum rennur boðið út og telst sem ein höfnun. Eftir þriðju höfnun á úthlutunarboði dettur umsækjandi af öllum biðlistum. Við biðjum umsækjendur um að uppfæra upplýsingar eftir að umsókn er send inn ef þörf er á, t.a.m. ef símanúmer, netfang eða lögheimili breytist þar sem mikilvægt er að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri til umsækjenda.
  • Þau sem sækja um paríbúð verða að skrá inn allar upplýsingar um maka, öðruvísi er ekki hægt að afgreiða umsóknir. Ef maki stundar nám við annan skóla en Háskóla Íslands, skal umsækjandi skila staðfestingu á námi til skrifstofu Stúdentagarða.

Notendanafn og lykilorð til að skrá sig inn á Mínar síður er sent með tölvupósti til umsækjanda eftir að umsókn hefur verið skilað inn. Á Mínum síðum geta umsækjendur fylgst með stöðu á biðlista og staðfest veru sína á biðlista. Staðfesta þarf veru á biðlista milli 1. og 5. hvers mánaðar. Ef það er ekki gert dettur viðkomandi af biðlista.


TEKIÐ VERÐUR VIÐ UMSÓKNUM NÝNEMA FYRR EN ÁÐUR, 1. MAÍ 2020. Munið að haka í hnappinn "nýnemi" sem birtist eftir miðnætti þann 30. apríl. Ef umsókn er opnuð fyrir miðnætti sér umsækjandi ekki umræddan hnapp. Nýnemi sem hefur nám að vori hvert ár getur sótt um frá og með 1. september. Nýnemi er sá sem hefur ekki stundað nám við Háskóla Íslands áður eða er að hefja nám aftur, að loknu árs leyfi (2 misseri eða meira).


Umsóknir eru yfirfarnar í næsta mánuði á eftir, þ.e. farið er yfir maí umsóknir í júní, júní umsóknir í júlí og koll af kolli, allan ársins hring.

 
applicant1
school2
apartement3
spouse5
children5b
skilamalar7
Skilmálar

* Umsækjandi heimilar Stúdentagörðum að sækja upplýsingar um skráningu eða námsframvindu til Háskóla Íslands, eignarstöðu fasteigna til Fasteignaskrár ríkisins, fjölskyldustærð eða barnafjölda til Þjóðskrár og stöðu umsækjanda á vanskilaskrá Lánstrausts hf. Umsækjandi gefur jafnframt leyti til þess að umsókn sé vistuð í kerfi Stúdentagarða en leigusamningar, eintak FS sé til á pappír til 7 ára. https://www.fs.is/is/fs/personuverndarstefna/

* Nauðsynlegt er að fylla út alla stjörnumerkta reiti.