Haustúthlutun 2014

Haustúthlutun 2014

Úthlutun á stúdentaíbúðum fyrir komandi skólaár er hafin. Til þess að úthlutunin gangi sem best fyrir sig er mikilvægt að umsækjendur svari fljótt hvort þeir hyggist taka húsnæðinu. Sér í lagi þeir sem ætla sér ekki að þiggja úthlutun.

Þeir sem samþykkt hafa úthlutun eru beðnir um að fylgja leiðbeiningum Stúdentagarða og mæta eins fljótt og auðið er á skrifstofu okkar á Háskólatorgi að skrifa undir samning og ganga frá formsatriðum. Þannig gengur ferlið hraðar fyrir alla.

Stúdentagarðar vilja einnig minna á breyttar úthlutunarreglur en samkvæmt þeim hafa umsækjendur nú tvo daga til þess að svara boði um úthlutun en ekki þrjá eins og áður. Að auki gilda neitanir nú þvert á biðlista. Með öðrum orðum fellur umsækjandi út af öllum biðlistum eftir þrjár hafnanir burtséð frá því um hvaða íbúðartegund er að ræða.

Gangi ykkur vel!