Umsóknir nýnema Þann 1. júní opnast fyrir umsóknir nýrra nema við Háskóla Íslands um húsnæði á Stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Reiknað er með að hundruðir umsókna berist fyrstu klukkustundirnar en alla jafna sækja um 1.000 manns um fyrir úthlutun á haustin. Nýtt hús, vinir......
Á hverju misseri fer starfsfólk Stúdentagarða yfir fjölda eininga sem íbúar hafa skilað í námi, en samkvæmt úthlutunarreglum þurfa íbúar að ljúka amk. 20 einingum á misseri. Reglurnar eru settar svo hægt sé að hafa eftirlit með að Stúdentagarðar þjóni tilgangi sínum, þ.e. að bjóða stúdentum við HÍ......
Næstkomandi laugardag, 4. mars, fer Háskóladagurinn fram. Tilgangur dagsins er að kynna fjölbreytt námsframboð og þjónustu við stúdenta. Á Háskólatorgi verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin og líf stúdentsins í litríku ljósi. Gestum og gangandi býðst að spjalla við þá ótal......
Árleg þjónustukönnun Stúdentagarða var send út í október til allra íbúanna okkar. Rúm 98% svarenda mæla með því að búa á Stúdentagörðum. Samkvæmt niðurstöðum er leiguverð og staðsetning það besta við að búa á Stúdentagörðum, en þessir tveir þættir auk aðstöðunnar á görðunum eru helstu áhrifaþættir í......
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að nafn hefur verið valið á nýju garðana okkar í Brautarholti 7! Á dögunum efndum við til nafnasamkeppni og bárust um 460 tillögur. Nafnið sem varð fyrir valinu þótti fallegt og lýsandi fyrir væntingarnar sem við höfum til nýja garðsins. Nafnið er Skjólgarður! Við......
Nýir stúdentagarðar í Brautarholti verða teknir í gagnið í nóvember mánuði. Spennan er gríðarleg og nú þurfum við hjálp ykkar við að finna nafn á nýja barnið! Til að taka þátt þarf að smella einu like-i á fésbókarsíðu Félagsstofnunar stúdenta og senda nafnatillögu á netfangið......
Brátt rennur stundin upp sem nýnemar næsta hausts hafa beðið eftir. Eftir miðnætti 31. maí, þ.e. aðfaranótt miðvikudagsins 1. júní, geta þeir sem stefna á nám við Háskóla Íslands í haust sótt um húsnæði á stúdentagörðum. Við bendum umsækjendur á að opna umsóknina ekki fyrr en 1. júní er brostinn á......
FS er með samning við Securitas um símsvörun neyðarnúmers. Númerið er 853-1000. Hægt er að hringja í númerið þegar ekki er opið hjá Umsjón Fasteigna (mánud. - föstud. kl. 9 - 13) eða á skrifstofu Stúdentagarða (mánud. - föstud. kl. 9 - 16). Sá eða sú sem svarar neyðarnúmeri metur í hvert sinn hvort......
Nú styttist í að nýnemar við Háskóla Íslands, skólaárið 2016-2017, geti sótt um á Stúdentagörðum. Nýnemar sem hefja nám að hausti geta sótt um frá og með 1. júní. Nýnemar að vori, frá og með 1. október. Við leggjum áherslu á að umsækjendur kynni sér vel bæði leiðbeiningar sem fylgja umsókn sem og......
Næsta haust munu 100 íbúðir verða teknar í gagnið, nýir garðar í Brautarholti. Staðsetning garðanna er á margan hátt hentug fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem sækjast eftir að búa í nágrenni við skólann og miðsvæðis í borginni. Brautarholt er í göngufæri við húsnæði HÍ í Stakkahlíð og sömuleiðis......
Jólakveðja til íbúa Stúdentagarða Við sendum þér ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Our best wishes for a Merry Christmas and a Happy New Year. Thank you for our collaboration in the past year.
Skrifstofur Stúdentagarða og Umsjónar Fasteigna verða lokaðar á neðangreindum dögum yfir hátíðirnar. Aðra daga verður hefðbundinn opnunartími frá kl.9-13 hjá Umsjón Fasteigna og kl.9-16 á Skrifstofu Stúdentagarða. 24. desember Aðfangadagur – Lokað 25. desember Jóladagur – Lokað 28. desember –......
Margir íbúar hafa haft samband við Stúdentagarða vegna yfirvofandi verkfalla SFR. Við viljum því benda á að Umsjón Fasteigna á Stúdentagörðum er EKKI á leið í verkfall í lok vikunnar. Verkfallið nær eingöngu til Umsjónarmanna húseigna Háskóla Íslands. Íbúar á Stúdentagörðum geta því áfram leitað......
Þeir íbúar sem bjuggu á Stúdentagörðum síðastliðið skólaár/misseri og fengu samningi sínum framlengt fyrir nýtt skólaár athugið - Öllum þjónustumiðstöðvum verið tilkynnt um rafræna framlengingu. -Jafnframt fengu allir staðfestingu um þessa framlengingu í tölvupósti, flestir um miðjan júlí. Þessa......
Við viljum benda á að á Facebook er að finna síðuna okkar, Félagsstofnun stúdenta, en þar setjum við meðal annars inn upplýsingar um stöðu mála þessa dagana. Nú er unnið hart að því að komast áleiðis í umsóknum og öðrum málum sem klára þarf til þess að fara af stað með úthlutun og því bendum við......
Yfirferð umsókna júnímánaðar stendur sem hæst og mun taka eitthvað fram í vikuna. Við bendum jafnframt á að við erum ekki farin af stað með úthlutun fyrir haustið enda liggjur fjöldi lausra eininga ekki fyrir nú. Má reikna með að stóra úthlutunin hefjist í lok mánaðar.
Nú fer að koma að yfirferð umsókna júní mánaðar, upplýsingar um skráningu og greiðslu skrásetningargjalds eru sóttar til Nemendaskrár HÍ á morgun, miðvikudag 1. júlí. Hundruðir umsókna bárust okkur í mánuðinum og því mun taka nokkra daga að fara yfir þær. Meðfram þeirri vinnu stendur yfir vinna við......
Búið er að fara yfir umsóknir sem bárust Stúdentagörðum í október mánuði. Nemendaskrá vinnur að því að senda út greiðsluseðla vegna skrásetningargjalds. Þeir sem enn hafa ekki greitt gjaldið við HÍ, geta því sent upplýsingar á starfsfólk Stúdentagarða þegar greiðsla hefur verið innt af hendi og......
Stúdentagarðar vilja vekja athygli á því að 1. október nk. verður opnað fyrir umsóknir um íbúðir frá nemendum sem eru að hefja nám við Háskóla Íslands á vormisseri 2015. Umsóknum sem berast fyrir þann tíma verður hafnað. Umsóknir eru sendar inn rafrænt í gegnum www.studentagardar.is en mikilvægt......
Úthlutun á stúdentaíbúðum fyrir komandi skólaár er hafin. Til þess að úthlutunin gangi sem best fyrir sig er mikilvægt að umsækjendur svari fljótt hvort þeir hyggist taka húsnæðinu. Sér í lagi þeir sem ætla sér ekki að þiggja úthlutun.
Laugardaginn 1. mars er opið hús í Háskóla Íslands. HÍ býður landsmönnum á öllum aldri í heimsókn þar sem í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi. Félagssstofun Stúdenta verður á Háskólatorgi og býður alla velkomna sem vilja kynna sér......
Úthlutun fyrir desember og janúar er hafin. Þar á meðal eru einstaklingsíbúðir á Sæmundargötu, sem bætast við þær íbúðir sem fyrir eru á háskólasvæði og paríbúðir sem bætast við paríbúðarlista. Til að úthlutun sé skilvirk er mikilvægt að svara eins fljótt og auðið er. Þar með talið þeir sem ekki......
Þann 30. desember s.l. voru opnuð tilboð í nýja stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta við Sæmundargötu á Vísindagarðareit. Um er að ræða fjögur hús með tæplega 300 íbúðum fyrir pör og einstaklinga, alls um 12.000 m2, sem rísa munu á reitnum milli Oddagötu, Sturlugötu og Eggertsgötu. Að......
Samkvæmt úthlutunarreglum Stúdentagarða þurfa íbúar að skila a.m.k. 40 ECTS á skólaárinu (haust- og vormisseri samanlagt) þar af a.m.k. 18 ECTS á haustmisseri til að hafa rétt á áframhaldandi leigusamningi. Eftir haust og vorpróf skoðar skrifstofa Stúdentagarða einingastöðu íbúa og athugar hvort......
Af gefnu tilefni viljum við benda íbúum á að ekki má nota svarta plastpoka eða annað þess háttar til að byrgja glugga á íbúðum ykkar. Í sólskini myndast mikill hitamismunur í glerinu og algengt er að rúður springi í gluggum sem eru huldir svörtu plasti. Íbúar sem að þetta gerist hjá verða gerðir......