Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framkvæmdaáætlun Stúdentagarða

Hjónagarðar:
Vinnu utanhúss er lokið, þ.e. við þak, glugga, múrverk og svalalokun með gleri. Sameiginlegt rými innandyra hefur verið endurnýjað, þ.e. leikrými fyrir börn, íbúasalur, setustofa, hjólageymslur og þvottahús. Því má segja að Hjónagarðar séu sem nýir að utan og í sameign.
Unnið er við upptektir á íbúðum og mun sú vinna standa yfir til sumars 2020 samkv. eftirfarandi áætlun en þeirri vinnu er skipt upp í áfanga til að lágmarka ónæði gagnvart íbúum hússins.
 
Áfangi 1: íbúðir 105, 106, 205, 206, 305, 306. Fer nú fram. Verklok í febrúar 2018.
Áfangi 2: íbúðir 107, 108, 207, 208, 307, 308. Vinna við áfanga 2 hefst þegar áfanga 1 lýkur og eru verklok áætluð í apríl 2018. 
Áfangi 3: íbúðir 102, 103, 104, 201, 202, 203, 204, 301, 302, 303, 304, 401, 402, 403, 404. Framkvæmdir hefjast í byrjun September 2018 og eru verklok ráðgerð í mars 2019.
Áfangi 4: íbúðir 209, 210, 309, 310 og allar íbúðir sem tilheyra Eggertsgötu 4. Framkvæmdir frá September 2019 til apríl 2020.
 
Djúpgámar verða settir niður á tveimur stöðum við Hjóna- og Vetrargarð. Stefnt er að því að vinnan hefjist fyrir upplestrarfrí Háskóla Íslands, þ.e. í mars/apríl, eða síðar í sumar að prófum loknum. Síðar verða djúpgámar settir niður við Skerjagarð og í Ásgarðahverfi.
 
Framkvæmdaráætlun er birt með fyrirvara um breytingar.
Íbúar á Hjónagörðum eru beðnir um að kynna sér framkvæmdaáætlun Vísindagarða einnig, sjá neðar.
 
 
Vetrargarður: 
Á vormisseri 2018 hefst vinna á Vetrargarði við að skipta um hluta þaks. Undirbúningur hefst í byrjun apríl og uppsetning vinnubúða og verkpalla um miðjan maí. Þakið verður tekið í 4-6 áföngum næstu sumur. Byrjað verður á húsi 6-8, þ.e. neðra þak bílastæða megin. Samhliða því verða þakgluggar á gangi endurnýjaðir. Farið verður réttsælis í kringum húsið frá Eggertsgötu 6. Gluggar á hliðum byggingarinnar þar sem þakviðgerðir fara fram verða málaðir.
Sjá mynd, rauði ramminn afmarkar fyrsta áfanga verksins (sumar 2018)
 
 
Endurnýja þarf gólf og setja gólfhita áður en nýtt gólfefni er lagt, á fyrstu hæð Vetrargarðs. Verkinu verður skipt í nokkra áfanga. Þegar er búið að taka gólfefni af gangi á Eggertsgötu 6 (E6) og hluta af E8 og E10. Eftir á að taka part við stigahúsið í E8 og í E10. Við endurnýjun er byrjað á Sólgarði (leikskólanum) og þaðan farið í nr. 6 og að stigahúsi á nr. 8. Miðað er við að gólfframkvæmdir og þakframkvæmdir verði ekki á sama húshluta á sama tíma.  Ekki liggur fyrir nákvæm áætlun, þ.e. hvenær verkið verður unnið/klárað á hverjum stað, en það verður tilkynnt fyrir hvern áfanga.
 
Íbúasalur hússins, sem er í E8, verður endurnýjaður á haustmisseri 2018. Skipt verður um gólfefni, innréttingar, málað og húsgögn og eldhúsáhöld endurnýjuð. 
Djúpgámar verða settir niður á tveimur stöðum við Hjóna- og Vetrargarð. Stefnt er að því að vinnan hefjist fyrir upplestrarfrí Háskóla Íslands, þ.e. í mars/apríl, eða síðar í sumar að prófum loknum. Síðar verða djúpgámar settir niður við Skerjagarð og í Ásgarðahverfi.

Framkvæmdaráætlun er birt með fyrirvara um breytingar.
Íbúar á Vetrargarði eru beðnir um að kynna sér framkvæmdaáætlun Vísindagarða einnig, sjá neðar. 
 
Ásgarðar
Mánagarður (Eggertsgata 30, 32, 34). Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun á Leikskólanum Mánagarði. Neðsta hæðin á Eggertsgötu 30 og 32 verður hluti af stærri og endurbættum leikskóla. Unnið er í framkvæmdum í garði við hús 30 og 32 þar sem uppsteypa fer fram og stækkun á húsinu. Í framhaldinu hefst vinna við breytingar utandyra. Áætluð verklok á 1. áfanga eru ráðgerð um mánaðamót mars/apríl 2018. 
Í sumar, að mestu í júlí, verður unnið að endurbótum í eldri hluta Mánagarð. Tilhögun á því verkefni  verður kynnt fyrir íbúum sérstaklega. 
Djúpgámar verða settir niður í hverfinu, við Eggertsgötu 24. Tímasetning liggur ekki fyrir en verkið tekur u.þ.b mánuð til 6 vikur. Verkinu fylgir töluverður hávaði í nokkra daga.
Íbúar á Ásgörðum eru beðnir um að kynna sér framkvæmdaáætlun Vísindagarða einnig, sjá neðar. 
Framkvæmdaráætlun er birt með fyrirvara um breytingar.
 
Vísindagarðar, við Sæmundargötu og Eggertsgötu
Hlutverk Vísindagarða Háskóla Íslands er að vera alþjóðlega viðurkenndur vettvangur tækni- og þekkingarsamfélags á Íslandi sem á virkan hátt hlúir að og tengir saman frumkvöðla, fyrirtæki, háskóla, stofnanir og aðra hagsmunaaðila sem vinna að því að stórefla hagnýtingu rannsókna, nýsköpun og viðskiptaþróun til hagsældar og heilla fyrir land og þjóð (tekið af heimasíðu verkefnisins). 
Ýmsar framkvæmdir fara nú fram á Vísindagarðasvæðinu. Þar af er nú verið að undirbúa byggingu stúdentagarða á tæpum 10% af lóðinni sem FS var úthlutað.
Sjá mynd af Vísindagörðum hér að neðan, þar sem Alvogen er efst til vinstri, stúdentagarðurinn neðst til vinstri og Íslensk erfðagreining efst til hægri.

Alvogen efst t.v., stúdentagarðurinn neðst t.v. og Íslensk erfðagreining efst t.h. 
 
Næstu árin mun þekkingarþorp rísa á svæðinu og framkvæmdir verða því margvíslegar.
http://visindagardar.is/forsida/um-visindagarda-hi/framkvaemdir-a-svaedinu/
Meira um Vísindagarða: http://visindagardar.is/