HLUTVERK STÚDENTAGARÐA
er að bjóða nemendum við Háskóla Íslands hentugt og vel staðsett húsnæði til leigu á sanngjörnu verði. Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum en íbúðategundirnar sem í boði eru má sjá hér fyrir neðan
- Stúdíóíbúðir
- Paríbúðir (tveggja herbergja íbúðir fyrir barnlaus pör)
- Fjölskylduíbúðir (tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir fyrir barnafjölskyldur)
Herbergi með sameiginlegri aðstöðu
- Einstaklingsherbergi (sameiginleg salerni og eldhús)
- Einstaklingsherbergi með salernisaðstöðu (sameiginlegt eldhús)
- Tvíbýlisherbergi (sameiginlegt salerni og eldhús meðal tveggja einstaklinga)