Beint á efnisyfirlit síðunnar

Annað

S: Hvað geri ég ef það bilar raftæki hjá mér?
Ef raftæki eða annað sem tilheyrir íbúðum Stúdentagarða bilar eða skemmist skal hafa samband við Umsjón fasteigna, umsjon@fs.is eða í síma 570-0822 á milli klukkan 09:00 og 13:00.

S: Hvar get ég nálgast upphæðir vegna skattframtals?
Þú þarft sjálf/ur að leggja saman leigugreiðslur þínar fyrir árið. Það er gert með því að fara inn á heimabanka, rafræn skjöl og leggja saman mánaðarlegar leigugreiðslur.

S: Er ég tryggð/ur á Stúdentagörðum?
Stúdentagarðar tryggja það sem tilheyrir íbúðunum en ekkert af innbúi leigjanda. Viljir þú tryggja eigur þínar þarft þú að hafa samband við tryggingafélög.

​S: Get ég fengið meðmæli frá Stúdentagörðum?
Já, þú getur fengið meðmæli frá Stúdentagörðum. Þá er helst litið til hávaðakvartana og þess hvort leigjandi hafi greitt leigu á tilskildum tíma.